Búið að yfirheyra fjórða manninn

Lögreglan á Akureyri stóð í yfirheyrslum yfir páskahelgina.
Lögreglan á Akureyri stóð í yfirheyrslum yfir páskahelgina. mbl.is/Þórður

Lögreglan á Akureyri hefur lokað yfirheyrslum yfir fjórða manninum sem var handtekinn í tengslum við rann­sókn á hnífstungu og fíkni­efna­máli. Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhald síðar í dag. 

Dóm­ari við Héraðsdóm Norður­lands eystra hef­ur nú þegar fall­ist á beiðni rann­sókn­ar­lög­regl­unn­ar á Ak­ur­eyri um að tveir karl­ar og ein kona sæti gæslu­v­arðhaldi fram á föstu­dag vegna hnífstungu­árás­ar sem átti sér stað í Kjarna­skógi á Ak­ur­eyri á föstudaginn langa. 

Lög­regl­unni á Ak­ur­eyri barst til­kynn­ing um tvö leytið um að maður hefði verið stung­inn með hníf tví­veg­is í lærið í skóginum eft­ir að ósætti og átök brut­ust út. Fórn­ar­lambið var flutt á sjúkra­hús en það blæddi tölu­vert úr sár­um þess, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu. Hann fór í aðgerð á sjúkra­hús­inu sem tók nokkr­ar klukku­stund­ir en er ekki leng­ur í lífs­hættu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var maðurinn handtekinn síðar en aðrir vegna þess að í fyrstu var ekki vitað um hann. Hann er kunningi hinna þriggja og hefur að sögn lögreglu verið nokkuð samstarfsfús. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert