Fimmti maðurinn handtekinn

Allir grunaðir eru komnir í hús samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.
Allir grunaðir eru komnir í hús samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. mbl.is/Júlíus

Lögreglan á Akureyri handtók ungan karlmann í hádeginu í tengsl­um við rann­sókn á hnífstungu og fíkni­efna­máli. Þetta er fimmti einstaklingurinn sem lögreglan handtekur vegna málsins. 

„Við náðum honum í hádeginu, það þarf stundum að elta þessa gutta uppi,“ segir Guðmundur St Svanlaugsson, rannsóknarlögreglumaður. Handtakan gekk vel fyrir sig en maðurinn verður yfirheyrður strax í fyrramálið að sögn Guðmundar. 

Spurður hvort lögreglu gruni að árásin hefði verið skipulögð segir Guðmundur að það sé enn í skoðun. „Það er verið að skoða hvort þetta hafi verið af ásetningi eða augnabliksæði.“

Einstaklingarnir fimm eru allir Íslendingar sem fæddust á árunum 1990 til 1999 og er einn af þeim enn undir lögaldri. Allir hafa komið áður komið við sögu hjá lögreglu. 

Búið er að úrskurða tvo karla og eina konu í gæsluvarðhald til föstudags en lögregla á eftir að ákveða hvort farið verði fram á gæsluvarðhald hjá fjórða manninum. Lög­regl­u barst til­kynn­ing um tvö leytið á föstudaginn langa um að maður hefði verið stung­inn með hníf tví­veg­is í lærið í skóg­in­um eft­ir að ósætti og átök brut­ust út. Fórn­ar­lambið var flutt á sjúkra­hús en er ekki leng­ur í lífs­hættu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert