Hvessir fyrst á Hellisheiðinni

Veðurspáin á hádegi í dag.
Veðurspáin á hádegi í dag. mbl

Veðurstofan varar við suðaustan stormi og snjókomu eða slyddu á landinu í dag. Fyrst hvessir á landinu suðvestanverðu og er búist við að vindhraði verði allt að 25 metrar. Í spá Vegagerðarinnar er gert ráð fyrir að það fari að snjóa á Hellisheiðinni á milli kl. 9 og 10.  Það hvessi síðan í kjölfarið og frá því um hádegi má búast við hríðarveðri og litlu skyggni á háheiðinni fram undir kvöld, þegar tekur að hlána.

Óli Þór Árna­son, veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, sagði í samtali við Veðurstofu Íslands í gærkvöldi að hann ætti á ekki von á því að veðrið fari að ganga niður fyrr en eft­ir klukk­an tíu í kvöld og mælti hann með því að þeir sem ekki væru þegar komnir heim eftir ferðalag helgarinnar frestuðu för þar til á þriðjudagsmorgun.

Reiknað er með hviðum allt að 35-40 m/s undir Hafnarfjalli og á utanverðu Kjalarnesi frá því um tvöleytið í dag. Vindur verður í hámarki um kl. 18. Gert er ráð fyrir sambærilegu veðri á norðanverðu Snæfellsnesi.

Veðurvefur mbl.is

Búast má við að það hvessi síðan síðdegis á Holtavörðuheiði, einkum eftir kl. 16. Vindhraði verður á bilinu 16-18 m/s og snjóar, en á tímabili í kvöld má búast við að vindhraði nái allt að 20-23 m/s um tíma og verðurmjög blint því samhliða.

Bærilegasta veður verður fram á miðjan dag á Steingrímsfjarðarheiði og Klettshálsi, en hvessir síðan og með ofanhríð. Kafaldsbylur verður síðan í eftirmiðdaginn og fram á kvöld, þegar búast má við austanátt 17-22 m/s og mjög litlu skyggni.

Fínasta veður verður á Öxnadalsheiði fram eftir degi, en snjóa tekur frá um fimmleytið. Þá verður hvasst og með skafrenningi og blindu fram á kvöldið kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka