Um 10.000 manns heimsækja Bessastaði

Gestkvæmt gæti orðið að Bessastöðum.
Gestkvæmt gæti orðið að Bessastöðum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við erum að undirbúa þetta verkefni, en það er ekki búið að útfæra þetta endanlega,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari og vísar til þeirra hugmynda að opna Bessastaði fyrir gestum og gangandi.

Að sögn hans kann það að liggja fyrir á þessu ári hvernig forsetasetrið verður opnað almenningi í meira mæli en nú þegar er og þá hvort skipulagðar ferðir verði í boði.

„Okkur telst til að það séu á bilinu 8.000 til 9.000 manns sem koma inn fyrir dyr á hverju ári. Þeir verða sennilega nær 10.000 á þessu ári,“ segir Örnólfur og heldur áfram: „Svo koma náttúrlega fjölmargir ferðamenn á hlaðið og enn aðrir ganga fram hjá. Það er því oft ansi gestkvæmt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert