Ráðherra segir að loka þurfi kísilverinu

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra vill loka kísilveri United Silicon tímabundið.
Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra vill loka kísilveri United Silicon tímabundið. mbl.is/Eggert

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra tjáir sig á Facebook-síðu sinni um eldinn sem kom upp í kísilveri United Silicon í Helguvík í nótt. Segir ráðherra nú vera nóg komið og að loka þurfi kísilverinu þar til búið er að kanna mál þess til fulls.

„ Nú er komið nóg. Það þarf að loka kísilmálverksmiðjunni í Helguvík á meðan eftirfarandi þættir eru kannaðir til fullnustu,“ segir í færslu ráðherra.

„Í fyrsta lagi, af hverju íbúar í grennd við hana upplifa einkenni sem að mengunarmælingar geta ekki útskýrt.

Í öðru lagi þarf að kanna vinnuaðstæður sérstaklega. Á sameiginlegum fundi fyrir umhverfis og samgöngunefnd lýsti forstjórinn því, aðspurður um hugsanlega hækkun á Arsen í andrúmslofti, að starfsmenn væru að opna út vegna þess að þeim væri svo heitt. Þess vegna losaðist út mengun beint af gólfinu sem að væri ekki búin að fara í gegn um reykhreinsikerfi. Hvað komast þessir sömu starfsmenn í mikla snertingu við alls konar óæskileg efni?“

Þá sagði Björt einnig þurfa að kanna fjarmögnun fyrirtækisins. „Það er ljóst á öllu að fyrirtækið þarf fjármagn. Hverjir eru að bjóða það fram núna? Ég ætla rétt að vona að það séu ekki sameiginlegir sjóðir þeirra sömu landsmanna og ýta á að fyrirtækið loki.

Í fjórða lagi er þessi fyrirsögn djók. Hvernig hafa starfsmenn nákvæmlega verið öruggir þegar eldsvoðinn í nótt braust út?“

Eldurinn logaði í trégólfi á þremur hæðum kísilversins.
Eldurinn logaði í trégólfi á þremur hæðum kísilversins. mbl.is/Víkurfréttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka