Andri Steinn Hilmarsson
Páll Magnússon, formaður atvinnuveganefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur miklar efasemdir um fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattkerfinu og bætist þar með í hóp nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem lýst hafa yfir áhyggjum af fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna.
„Það liggur ekki fyrir nein greining á því hvaða áhrif þær koma til með að hafa á atvinnugreinina í heild eða einstaka þætti hennar. Það er þó augljóst að mest og verst yrðu áhrifin fyrir lítil ferðaþjónustufyrirtæki úti á landi, sem þegar eiga mjög erfitt um vik vegna hágengis krónunnar,“ segir Páll.
Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur einnig áhyggjur af hækkuninni og telur að taka þurfi mið af framkominni gagnrýni ferðaþjónustunnar, að því er fram kemur í umfjöllun um skattlagningaráformin í Morgunblaðinu í dag.