Embætti landlæknis (EL) kveðst ekki taka afstöðu með eða móti rekstri Klíníkurinnar Ármúla eða annarra sambærilegra stofnana í sérhæfðri heilbrigðisþjónustu.
„Heilbrigðisstofnanir þurfa ekki sérstakt leyfi ráðherra til að reka sérhæfða heilbrigðisþjónustu/sjúkrahúsþjónustu í formi fimm daga deildar, einungis staðfestingu frá Embætti landlæknis um að þær uppfylli faglegar kröfur til rekstrarins. Þær geta fjármagnað rekstur sinn með gildandi samningi Sjúkratrygginga Íslands og Læknafélags Reykjavíkur,“ segir EL.
Landlæknir segir ennfremur í yfirlýsingu um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu frá í gær, að meðan svo væri væri „vandséð hvernig heilbrigðisyfirvöld geta haft stjórn á því hvert opinbert fjármagn rennur til heilbrigðismála og hvaða rekstrarform verða ríkjandi í íslensku heilbrigðiskerfi“.