Þrír nýir á skömmum tíma

Lögreglan á Suðurlandi fékk tvo nýja lögreglubíla í lok árs …
Lögreglan á Suðurlandi fékk tvo nýja lögreglubíla í lok árs 2016 og fær einn afhentan í ár mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Lögreglan á Suðurlandi fékk í lok árs 2016 afhenta tvo nýja fjórhjóladrifna og vel tækjum búna lögreglubíla af gerðinni Skoda Superb auk þess sem embættið er með öflugan Ford Transit sem gerður er til umferðareftirlits.

Einnig eru lögreglumenn á Suðurlandi með þrjár breyttar jeppabifreiðar sem sinna m.a. eftirliti á hálendinu.

Kemur þetta fram í athugasemdum frá bílamiðstöð ríkislögreglustjóra (RLS), en tilefnið er ummæli Sveins Kr. Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, í Morgunblaðinu í gær. Þar sagði hann nauðsynlegt að endurnýja bíla almennrar lögreglu og að fimm af bílum lögreglunnar á Suðurlandi væru komnir á endurnýjunartíma. Þá sagði Sveinn Kr. ólíklegt að þeir fengju nema einum lögreglubíl skipt út í ár, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert