Ætlunin að leita að jarðhita úti á hafi

Borað verður niður í hafsbotninn í leit að jarðhita.
Borað verður niður í hafsbotninn í leit að jarðhita. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Orkustofnun hefur veitt fyrirtækinu North Tech Energy ehf. leyfi til rannsókna og leitar á jarðhita á tveimur rannsóknarsvæðum á hafsbotni, það er til suðvesturs út af Reykjanestá og úti fyrir Norðurlandi milli Tröllaskaga og Melrakkasléttu.

Ætlunin með þessu er að afla upplýsinga svo meta megi háhitasvæði til orkuframleiðslu. Í byrjun á að leita fýsilegra svæða til raforkuframleiðslu og stíga svo skrefinu lengra í rannsóknarvinnu á síðara tímabilinu.

Leyfið sem Orkustofnun gefur út veitir North Tech Energy ehf. forgang að nýtingarrétti til raforkuframleiðslu í tvö ár eftir að formlegur gildistími leitarleyfis er úti. „Þetta eru algjörar frumrannsóknir sem væntanlega hefjast á næsta ári,“ segir Skúli Thoroddsen, lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert