Lýðskrumarar dafna vel á tímum falsfrétta og bæði hægrið og vinstrið hafa hagrætt sannleikanum eða hunsa hann með öllu.
Þetta segir Matthew Bishop, einn af yfirritstjórum The Economist, í viðtali í Morgunblaðinu í dag.
Þar ræðir hann meðal annars um miðlun frétta á tímum Facebook, kosti og galla Donalds Trumps, útspil Theresu May og hvernig hægt sé að standa vörð um sannleikann þegar fjöldi músarsmella ræður hvaða fjölmiðlar lifa af.