Jarðskjálftar af mannavöldum

Neðansjávarsprengingar voru við Kleppsbakka við Sundahöfn í dag.
Neðansjávarsprengingar voru við Kleppsbakka við Sundahöfn í dag.

Margir íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa orðið varir við jarðskjálfta í dag. Jörðin vissulega skalf en það er vegna neðansjávarsprenginga við Kleppsbakka í Sundahöfn í Reykjavík. Fólk hefur haft samband við Veðurstofu Íslands vegna jarðskjálftanna og þeim jafnframt bent á að jarðskjálftarnir voru af mannavöldum. 

Verktakafélagið Ístak hefur séð um sprengingarnar. Þegar farið er í slíkar framkvæmdir er Veðurstofunni tilkynnt um þær, hvar og hvenær þær verða svo Veðurstofan geti bent fólki á að ekkert sé að óttast. 

Lesandi mbl.is fann greinilega fyrir jarðskjálftanum á Ásmundasafni í Sigtúni sem var milli kl. 16 og 17 í dag. Hann furðaði sig á því að hafa ekki séð neitt skráð um skjálftann á vef Veðurstofunnar yfir skjálftavirkni á svæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka