Fjölskylda Arturs Jarmoszko, sem ekkert hefur spurst til síðan 1. mars, safnaði fé til að ráða heimsþekktan pólskan einkaspæjara til að grennslast fyrir um afdrif hans.
Spæjarinn heitir Krzysztof Rutkowski og hefur komist í heimsfréttirnar meðal annars fyrir að hafa laumað níu ára gamalli pólskri stúlku, sem hafði verið í umsjá norskra barnaverndaryfirvalda, til fjölskyldu hennar í Póllandi.
„Hann á stórt fyrirtæki og hefur mikið af fólki á sínum snærum. Hann hefur verið að leita að fólki um allan heim,“ segir Elwira Landowska, frænka Arturs, um Rutkowski, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.