Vill sameina jafnaðarmenn

Frá fundinum í kvöld: Jón Baldvin Hannibalsson og Kristján L. …
Frá fundinum í kvöld: Jón Baldvin Hannibalsson og Kristján L. Möller. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta var fjölmennari fundur en ég átti von á,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Alþýðuflokksins, um fund Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur í Rúgbrauðsgerðinni í kvöld. „Umræðuefnið var, að jafnaðarstefnan væri munaðarlaus á Íslandi í dag.“ Hann segir mikilvægt að jafnaðarmenn á Íslandi sameinist þvert á öll flokksbönd um stór sameinandi mál.

„Þegar við tölum um stóru málin þá er það einfaldalega svo að jafnaðarmenn á Íslandi eiga að boða að íslenskt þjóðfélag verði aftur hluti af hinu norræna velferðarríki. Norræna módelið hefur sannað árangur sinn og við eigum að læra af því,“ segir Jón. Spurður um stóru málin segir hann þau vera að „auðlindinar eiga að vera í eigu þjóðar, arður af auðlindunum renni til þjóðarinnar en ekki til fámenns foréttindahóps.

Endurskipulagning á fjármálakerfinu í heild sinni og krafa um að launþegar sem eiga lífeyrissjóðina kjósi sjálfir í stjórnir sjóðanna,“ segir Jón.

Gæti orðið nýtt kosningabandalag

Spurður um hvort það standi til að stofna nýjan stjórnmálaflokk segir Jón að núverandi flokkskerfi rísi ekki undir þessum málefnum. „Við lítum svo á og það var ráðandi skoðun á fundinum að tilraunin með Samfylkinguna hefði í stórum dráttum mistekist.

Við viljum byggja upp á þessum málefnagrunni þvert á dilkadrátt núverandi flokkshópa, hreyfingu sem kennir sig við jafnaðarstefnu, boða úrræði jafnaðarmanna og leita samstarfs við verkalýðshreyfinguna.“ Hann útilokar ekki að nýja hreyfingin muni bjóða sig fram í næstu kosningum.

„Þetta gæti verið kosningabandalag,“ segir Jón. Þá tóku einnig til máls á fundinum Guðmundur Árni Stefánsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, og Kristján Möller, fyrrverandi þingmaður og ráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka