„Frábær vinnubrögð hjá tollvörðum“

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hug­mynda­flug toll­v­arða og fag­leg vinnu­brögð urðu þess vald­andi að ný­lega tókst að leggja hald tæp­lega tvo lítra af fljót­andi kókaíni í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar, að sögn Kára Gunn­laugs­son­ar yf­ir­toll­v­arðar. 

„Þetta voru frá­bær vinnu­brögð hjá toll­vörðum,“ seg­ir Kári.

Þetta er í fyrsta sinn sem lagt er hald á fljót­andi kókaín hér á landi og er mjög erfitt að greina þessa gerð af kókaíni við gegnum­lýs­ing­ar og rönt­gen­mynda­tök­ur. 

Vökv­an­um hafði verið komið fyr­ir í fjór­um brús­um sem merkt­ir voru sem munnskol, sáp­ur og  sjampó. Sam­tals var um að ræða 1.950 milli­lítra.

Kári Gunnlaugsson yfirtollvörður.
Kári Gunn­laugs­son yf­ir­toll­vörður. mbl.is/Ó​mar

Kári kveðst ekki hafa heyrt af því að kókaíni sé í aukn­um mæli smyglað á þenn­an hátt á milli landa er­lend­is. „Það er dá­lít­il vinna við að breyta þessu í vökva og sjálfsagt ein­hver vinna við að koma því aft­ur í neyslu, því þetta fer ekki í neyslu svona,“ seg­ir hann og tel­ur efnið það sama og venju­legt kókaín.

„Þarna er verið að koma þessu í þannig umbúðir að það sé erfiðara fyr­ir okk­ur að finna efnið. Við höf­um aðferðir við að gera próf­un á svona efni þó að þau séu í þessu blaut­formi en þetta er alltaf erfiðara held­ur en þegar við erum að tala um poka með hvítu efni.“

Kári seg­ist ekki vita hvað þess­ir tveir lítr­ar af fljót­andi kókaíni sam­svari miklu magni í venju­legu formi eða hvers virði það er á göt­unni.  

Toll­stjóri minn­ir á fíkni­efn­asím­ann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á fram­færi upp­lýs­ing­um um fíkni­efna­mál. Fíkni­efn­asím­inn er sam­vinnu­verk­efni lög­reglu og tol­lyf­ir­valda og er liður í bar­átt­unni við fíkni­efna­vand­ann. Einnig má koma ábend­ing­um  um smygl inn á sím­svara 5528030 hjá embætti Toll­stjóra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert