Kannabisvökvi á rafrettur í umferð

Þróaður hefur verið kannabisvökvi til reykinga með rafrettum.
Þróaður hefur verið kannabisvökvi til reykinga með rafrettum.

Kannabisvökvi sem settur er í rafrettur og reyktur þannig er kominn í sölu hér á landi. Vökvinn gefur sömu vímuáhrif og ef kannabis er reykt á annan hátt.

Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, vakti athygli á vökvanum á Facebook-síðu sinni um helgina, en Sigvaldi Arnar segir í Morgunblaðinu í dag, að þar hafi hann verið að skrifa sem foreldri frekar en lögreglumaður, til að vekja aðra foreldra til umhugsunar.

„Það er langt síðan ég heyrði fyrst af þessum kannabisvökva. Lögreglunni hafa borist ábendingar um að hann sé kominn á allar sölusíður á netinu og hann virðist vera kominn í dreifingu út um allt land núna.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert