Sandstrókar teygja sig hundruð kílómetra á haf út

Sandfok af Mýrdalssandi í gær, 24. apríl 2017
Sandfok af Mýrdalssandi í gær, 24. apríl 2017 Ljósmynd/NASA

„Þetta eru vissulega miklir strókar, en því miður er þetta ekki óalgengt. Ísland er mjög stór uppspretta þegar kemur að sandstormum og teygja þeir sig gjarnan mörg hundruð kílómetra út á haf,“ segir Ingibjörg Jónsdóttir, jarðfræðingur við Háskóla Íslands.

Vísar hún í máli sínu til þess að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur birt MODIS-mynd, sem tekin var í gær, og sýnir hún meðal annars stóra og mikla sandstróka.

Eiga þeir einkum upptök sín á Mýrdalssandi og Meðallandssandi, en einnig úr farvegi Skaftár. Um miðjan dag í gær náðu strókarnir mörg hundruð kílómetra út á Atlantshaf, en að sögn Ingibjargar voru þá kjöraðstæður fyrir myndun þeirra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert