Hótel verða rekin með tapi

Styrking krónunnar hefur áhrif á afkomu gististaða.
Styrking krónunnar hefur áhrif á afkomu gististaða. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Kristó­fer Oli­vers­son, eig­andi Center­Hotels-keðjunn­ar í Reykja­vík, seg­ir hót­el­geir­ann verða rek­inn með tapi ef fyr­ir­hugaðar hækk­an­ir á virðis­auka­skatti verða að veru­leika.

Máli sínu til stuðnings bend­ir Kristó­fer á gögn sem Sam­tök ferðaþjón­ust­unn­ar hafa aflað um af­komu hót­ela frá ár­inu 2008. Þau sýni að fram­legð af rekstr­in­um hafi ekki verið jafn­lít­il og nú. Meg­in­skýr­ing­arn­ar séu styrk­ing krón­unn­ar og hækk­andi launa­kostnaður.

Kristó­fer seg­ir að vegna hækk­andi verðlags geti hót­el­in ekki velt skatta­hækk­un­um á viðskipta­vini, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um boðaða skatta­hækk­un á ferðaþjón­ust­una. Hagnaður muni breyt­ast í tap.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert