Til skoðunar er hjá Skipulagsstofnun hvort erfiðleikar kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík kalli á aðgerðir af hálfu stofnaninnar. Fram kemur á fréttavef Ríkisútvarpsins að til greina komi að endurskoða mat á umhverfisáhrifum verksmiðjunnar.
Samkvæmt fréttinni er Skipulagsstofnun að ljúka athugun í þessum efnum. Annars vegar hvort mat á umhverfisáhrifum verksmiðjunnar verði endurskoðað og hins vegar hvort þróun mála kalli á viðbætur við umhverfismat verksmiðja PCC á Bakka og Thorsil í Helguvík.