„Þurfum að hysja upp um okkur“

Áslaug Thorlacíus skólastýra Myndlistaskóla Reykjavíkur.
Áslaug Thorlacíus skólastýra Myndlistaskóla Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Óvíst er hvort boðið verði upp á tveggja ára diplómanám fyrir nemendur með þroskahömlun í Myndlistaskóla Reykjavíkur í haust.  „Ég hef fengið þau svör að [Menntamála]ráðuneytið er að skoða málin,“ segir Áslaug Thorlacius skólastjóri Myndlistaskóla Reykjavíkur. Menntamálaráðuneytið styrkir námið og einnig Fjölmennt. RÚV greindi fyrst frá. 

Áslaug segist jafnframt hafa fengið þau svör frá ráðuneytinu að þessi umhugsunartími stæði fram á haust. Hún bendir á að það sé orðið of seint því huga þarf að skipulagi fyrir næsta skólaár og eins þurfi nemendur að geta sótt um námið verði það yfirhöfuð í boði. Í maí útskrifast fyrsti nemendahópurinn úr náminu alls 12 einstaklingar.

Nemendur vinna fjölbreytt verk í náminu. Elín Fanney Ólafsdóttir á …
Nemendur vinna fjölbreytt verk í náminu. Elín Fanney Ólafsdóttir á heiðurinn að þessu verki. Ljósmynd/Lee Lynch

Gefandi fyrir kennara og nemendur

„Þetta hefur verið mjög gefandi. Ekki bara fyrir nemendur heldur líka okkur hin að fá að vera með þeim. Það er mikilvægt að allir kynnist alls konar fólki,” segir Áslaug. 

Kennsla hefur farið fram tvo morgna í viku síðustu tvö ár. Hægt væri að stytta námið ef kennt yrði fleiri tíma á viku. Þetta nám er ákveðin undirstaða og gæti nýst til frekara listnáms. „Þetta er góður kostur fyrir þá sem hafa áhuga á myndlist og skapar fleiri tækifæri fyrir nemendur,” segir Áslaug. 

Málverk eftir Ísak Óla Sævarsson.
Málverk eftir Ísak Óla Sævarsson. Ljósmynd/Lee Lynch

Réttur til náms

Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem Ísland hefur skrifað undir, ber stjórnvöldum að halda uppi námi fyrir þennan hóp fólks því allir eiga rétt til náms, að sögn Áslaugar.

„Við þurfum að hysja upp um okkur gagnvart fólki með fötlun og sérstaklega fólki með þroskahömlun,” segir Áslaug og kallar eftir frekari svörum. 

Ísak Óli Sævarsson málar skúlptúrverk sem hann bjó til.
Ísak Óli Sævarsson málar skúlptúrverk sem hann bjó til. Ljósmynd/Lee Lynch

Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var með fyrirspurn til mennta- og menningarmálaráðherra um diplómanám þroskahamlaðra í myndlist í gær. 

Spurningin var í þremur liðum og spurði hún meðal annars hvort Myndlistaskólanum í Reykjavík verði tryggt fé til að halda úti diplómanámi í myndlist fyrir fólk með þroskahömlun og hvernig ráðherra sjái fyrir sér breytingar á hlutverki símenntunar- og þekkingarmiðstöðvarinnar Fjölmenntar þegar þjónustusamningur um rekstur hennar rennur 

Gígja Garðarsdóttir sést hér halda á listaverki eftir sig.
Gígja Garðarsdóttir sést hér halda á listaverki eftir sig. Ljósmynd/Lee Lynch
Atli Már Indriðason sýnir listir sínar.
Atli Már Indriðason sýnir listir sínar. Ljósmynd/Lee Lynch
Halldóra Jónsdóttir á heiðurinn að þessu listaverki.
Halldóra Jónsdóttir á heiðurinn að þessu listaverki. Ljósmynd/Lee Lynch
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert