Loforðið svikið á örfáum mánuðum

Frá Egilsstöðum.
Frá Egilsstöðum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Fyrst og fremst út af þess­um kosn­inga­svik­um sem þarna áttu sér stað. Það var búið að lofa því fyr­ir kosn­ing­ar að ætti ekki hreyfa við þessu og síðan eru ekki liðnir nema ör­fá­ir mánuðir og þá er búið að svíkja það. Með því er líka verið að ganga gegn samþykkt­um lands­fund­ar sem ég tel líka mjög al­var­legt,“ seg­ir Þrá­inn Lárus­son, hót­el­hald­ari á Hall­ormsstað og í Vala­skjálf á Eg­ils­stöðum, í sam­tali við mbl.is en hann hef­ur sagt sig úr Sjálf­stæðis­flokkn­um vegna áforma rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að leggja hærri virðis­auka­skatt á ferðaþjón­ust­una.

Þráinn Lárusson.
Þrá­inn Lárus­son. Ljós­mynd/Þ​rá­inn Lárus­son

Þrá­inn hef­ur gegnt ýms­um trúnaðar­störf­um fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn í Norðaust­ur­kjör­dæmi, verið vara­formaður kjör­dæm­is­ráðs, formaður full­trúaráðs og formaður sjálf­stæðis­fé­lags­ins á svæðinu. Hann greindi frá úr­sögn sinni úr flokkn­um á Face­book-síðu sinni í dag. Gagn­rýn­ir hann harðlega fram­göngu Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­sæt­is­ráðherra og for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem hef­ur sagt að ekki standi til að falla frá áformun­um. Bend­ir hann á að lands­fund­ur flokks­ins sé æðsta vald hans og leggi þær lín­ur sem síðan séu lagðar til grund­vall­ar þeirri stefnu sem boðuð sé fyr­ir kosn­ing­ar.

„Til hvers er lands­fund­ur eða gras­rót­in ef ekk­ert á að fara eft­ir þessu?“ spyr Þrá­inn. „Það var talað mjög ákveðið um þetta í kosn­inga­bar­átt­unni á meðan aðrir flokk­ar töluðu mjög með því að þetta yrði gert. Það er al­veg ljóst að þúsund­ir at­kvæða í þess­um bransa fóru til Sjálf­stæðis­flokks­ins. Ég á al­veg eins von á að það fylgi hrynji af flokkn­um. ég er lands­byggðarmaður og með minn rekst­ur úti á landi og þetta hef­ur gríðarleg áhrif á minn rekst­ur. Ég get ekki verið áfram í flokki sem ger­ir svona.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert