Níu þingmenn í fullri vinnu við málþóf

Dr. Haukur Arnþórsson kynnti niðurstöður úr rannsókn sinni á tölulegum …
Dr. Haukur Arnþórsson kynnti niðurstöður úr rannsókn sinni á tölulegum gögnum Alþingis frá 1991 til 2015. Yfirskrift fundarins var „Skipulagsleysi, málþóf og gæði lagasetningar: Raunmyndir af störfum Alþingis“. Mynd/Kristinn Ingvarsson

Fund­ar­tími Alþing­is er tæp­lega 50% lengri held­ur en í ná­granna­lönd­um okk­ar þó af­greiðsla þing­mála sé svipað mik­il. Í ein­földu máli má því segja að málþóf taki um þriðjung af fund­ar­tíma Alþing­is. Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í niður­stöðum rann­sókn­ar Dr. Hauks Arnþórs­son­ar stjórn­sýslu­fræðings á gögn­um Alþing­is yfir 24 ára tíma­bil. Hann fór yfir niður­stöðurn­ar á fundi í Há­skóla Íslands í gær.

Á fund­in­um sagði Hauk­ur meðal ann­ars að gögn­in sýndu að hér væri bæði veikt skipu­lag á þing­inu og málþóf stundað í tals­verðum mæli. Tals­vert er deilt um hlut­verk málþófs og hef­ur meðal ann­ars verið bent á að það sé varúðar­ventill fyr­ir stjórn­ar­and­stöðuna til að stöðva um­deild mál. Hauk­ur sagði að í raun væri málþófið verk­færi sundr­ung­ar og sátta í þing­inu – sjálf bar­áttu­leiðin. Aft­ur á móti teldi hann mun skil­virk­ari aðferðir í boði og benti til Norður­land­anna og sagði að í Dan­mörku væri t.d. mögu­leiki fyr­ir and­stöðuna til að virkja þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Slíkt væri þó vandmeðfarið og væri í raun einskon­ar „kjarn­orku­vopn“ sem væri aðeins notað til þrauta.

Verklagið skil­ar sér í ólög­legu at­hæfi þing­manna

Í heild eru virk­ar vinnu­stund­ir þeirra 63 þing­manna sem starfa á Alþingi um 88 þúsund á hverju ári. Þar af má telja að vinnu­stund­ir ráðherra í ráðuneyt­um séu um 15 þúsund á ár sem þýðir að virk­ar vinnu­stund­ir á veg­um Alþing­is eru um 73 þúsund á ári að sögn Hauks. Miðað við fund­ar­tíma Alþing­is er meðal­vinnu­stunda­fjöldi í þingsal um 46 þúsund klukku­stund­ir, eða um 63% af vinnu­stund­um þing­manna.

Þing­mönn­um ber sam­kvæmt lög­um að mæta á þing­fundi, en Hauk­ur seg­ir að með þess­um mikla fund­ar­tíma skap­ist aðstæður þar sem þing­menn geti ekki sinnt öðrum skyld­um sín­um eins og að lesa frum­vörp og fylgigögn, ræða við al­menn­ing og fjöl­miðlamenn, mæta á ráðstefn­ur bæði inn­an­lands og er­lend­is o.fl. sem fylg­ir starf­inu. Niðurstaðan sé því að alþing­is­menn mæti ekki á alla þing­fundi sem sé í raun ólög­legt.

Oft er fámennt í þingsal þótt þingmenn eigi að sitja …
Oft er fá­mennt í þingsal þótt þing­menn eigi að sitja þing­fundi. Hauk­ur seg­ir þetta af­leiðingu af verklagi þings­ins. mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson

Minni skil­virkni hér en í ná­granna­lönd­um

Hauk­ur benti á að í Dan­mörku væri hlut­fall þing­funda af vinnu­tíma þing­manna mun lægra en hér á landi eða um 37%. Í Svíþjóð og Finn­landi væri hlut­fallið miklu lægra. Þetta skap­ast að ein­hverju leiti af mis­mun­andi frjáls­ræði í þing­un­um, en hér á landi get­ur þingið gert stór­vægi­leg­ar breyt­ing­ar á laga­frum­vörp­um al­veg þangað til það er samþykkt og með stutt­um fyr­ir­vara meðan al­geng­ara sé er­lend­is að vinna við stærri frum­vörp eigi sér stað í ráðuneyt­um og skili sér minna breytt í gegn­um þingið.

Sagði Hauk­ur skipu­lag mála hér vera ófull­b­urðugra en í ná­granna­lönd­un­um og að þegar kæmi að skipu­lagi og starfs­áætl­un væri hún alls ekki jafn fast­mótuð hér og úti. Hér á landi væri dag­skrá þings­ins meðal ann­ars ekki föst, þing­fund­ir ekki tíma­sett­ir fyr­ir­fram og mál ekki endi­lega fram­kvæmd í röð sam­kvæmt aug­lýstri dag­skrá.

Styttri ræður en mun fleiri eft­ir breyt­ing­ar

Árið 2007 var gerð breyt­ing á þing­skap­a­lög­um sem hafði meðal ann­ars áhrif á lang­ar ræður stjórn­ar­and­stöðunn­ar sem höfðu verið notaðar við málþóf. Niður­stöður rann­sókn­ar Hauks sýna að þrátt fyr­ir breyt­ing­una hafi málþóf ekk­ert minnkað. Eðli þess hafi ein­ung­is breyst og í staðinn fyr­ir lang­ar ræður og málþóf sem einn þingmaður gat haldið úti geti andstaðan í dag skapað málþóf með skipu­lagi sem bygg­ist á fjölda andsvara og óund­ir­bún­um ræðum.

Meðalræðutími fór úr því að vera 6 mín­út­ur í upp­hafi könn­un­ar­tíma­bils­ins í und­ir 2,5 mín­út­ur í lok þess. Þar sem heild­ar­ræðutími í þing­inu hélst nokkuð óbreytt­ur er því ljóst að ræðufjöldi hef­ur auk­ist mikið, en löng­um ræðum fækkað. Fór Hauk­ur því næst yfir ræðufjölda við hvert frum­varp á öllu tíma­bil­inu, en hann var 24 með staðal­frávikið 80. Það þýðir að gríðarlega mik­ill mun­ur er á milli þess  hversu marg­ar ræður eru flutt­ar við hvert frum­varp. Þannig voru flest­ar ræður flutt­ar þegar rætt var um frum­varp fjár­málaráðherra um Ices­a­ve-samn­inga í októ­ber 2009. Í heild voru þær 3.202 og tóku 135 klukku­stund­ir.

Eftir breytingar á þingskapalögum árið 2007 styttist ræðutími mikið en …
Eft­ir breyt­ing­ar á þing­skap­a­lög­um árið 2007 stytt­ist ræðutími mikið en ræðum fjölgaði á móti. Mynd/​Krist­inn Ingvars­son

Hauk­ur sagði óskil­virkn­ina á þingi vera áhyggju­efni. Þrátt fyr­ir að jafn mörg­um frum­vörp­um væri af­kastað hér á landi og í ná­granna­lönd­um okk­ar væri tíma­lengd þing­funda mun meira og í sam­fé­lagi þar sem tími væri alltaf að verða dýr­mæt­ari liti málþóf verr og verr út. Krafa fólks væri að hlut­ir væru sett­ir mál­efna­lega fram í stutt­um svör­um.

Málþóf mik­il blóðtaka fyr­ir stjórn­ar­and­stöðuna

Nokkr­ar umræður urðu í lok fyr­ir­lest­urs Hauks um hlut­verk málþófs­ins og hvort slíkt væri í raun nei­kvæður hlut­ur. Sagði Hauk­ur að hvernig sem litið væri á málið væri málþóf óskil­virkt og finna þyrfti önn­ur tæki fyr­ir stjórn­ar­and­stöðuna. Sagði Hauk­ur að eins mik­il blóðtaka og málþóf væri fyr­ir Alþingi, þá kæmi það verst niður á stjórn­ar­and­stöðunni sem eyddi gríðarleg­um tíma í þingsal sem ann­ars gæti farið í að sinna eft­ir­lits­hlut­verk­inu bet­ur, meðal ann­ars við að lesa yfir fleiri lög.

Til að setja um­fang málþófs­ins í sam­hengi sagði hann að í raun væri það full vinna fyr­ir níu þing­menn að stunda það málþóf sem væri í gangi að meðaltali á Alþingi. Það væri því hægt að fækka um níu þing­menn og halda sömu af­köst­um.

Lagði Hauk­ur að lok­um mikið upp úr því að stjórn og andstaða myndu ná sam­komu­lagi til að tryggja lýðræðis­leg­an stöðug­leika milli rík­is­stjórna. Það sýndi sig að þegar sam­eig­in­legt nefndarálit kæmi með mál­um væru meiri lík­ur á að mál yrðu samþykkt og færri breyt­ing­ar væru síðar gerðar á slík­um lög­um. Slíkt kallaði aft­ur á móti á breytt vinnu­brögð þannig að sam­komu­lag kæmi til fyrr í ferl­inu. Þá sagðist hann telja að neyðar­ventill eins og mögu­leiki til að kalla eft­ir þjóðar­at­kvæðagreiðslu gæti reynst öfl­ugt tæki til að knýja á um þessi bættu sam­skipti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert