Aldrei hafa fleiri konur farið í fóstureyðingu hér á landi en í fyrra. Þá var gerð 1.021 fóstureyðing, sem eru tæplega 100 fleiri aðgerðir en voru gerðar árið á undan, og í fyrsta skipti sem árlegur heildarfjöldi fóstureyðinga fer yfir þúsund.
Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Talnabrunns Embættis landlæknis, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.
Á árinu 2016 voru framkvæmdar 13 fóstureyðingar miðað við hverjar þúsund konur á frjósemisaldri. Til samanburðar voru framkvæmdar 13,3 fóstureyðingar á hverjar 1.000 konur á frjósemisaldri á Norðurlöndunum árið 2015.