Bað íbúa um að fróa sér

Lögreglan mætti á vettvang og fjarlægði manninn úr sameigninni.
Lögreglan mætti á vettvang og fjarlægði manninn úr sameigninni. mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögregla var kölluð til í gærkvöldi vegna manns sem var í óleyfi í sameign á stúdentagörðum í miðbænum. Maðurinn beraði sig fyrir framan íbúa og bað hann um að fróa sér. 

Ung kona sem býr í fjölbýlishúsinu greinir frá atvikinu í færslu í lokuðum Facebook-hópi. Hún lýsir því þannig að hún hafi mætt manninum í sameigninni í gærkvöldi þar sem hann lá úti í horni, strauk sér og bað hana að „hjálpa sér“. 

Samkvæmt heimildum mbl.is hefur maðurinn valdið íbúum fjölbýlisins ónæði í nokkrar vikur. Hann hefur framið innbrot inn í eina íbúð á stúdentagörðunum og var þá lögreglan kölluð til. Þá hefur hann ítrekað vakið íbúana upp á nóttunni með því að ýta á dyrabjöllurnar í von um að einhver hleypi sér inn á sameignina. 

Íbúarnir hafa rætt þetta sín á milli og hvatt hver annan til þess að hleypa ekki fólki inn í sameignina nema þeir þekki viðkomandi. Sumir íbúanna óttast það að mæta manninum í stigaganginum hjá sér seint að nóttu til. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert