Nýjar þyrlur LHG í gagnið 2021-2023

Þyrla LHG á Herðubreið. Ákveðið hefur verið að ríkið kaupi …
Þyrla LHG á Herðubreið. Ákveðið hefur verið að ríkið kaupi á næstu árum þrjár nýjar björgunarþyrlur af fullkomnustu gerð fyrir Landhelgisgæsluna. mbl.is/Árni Sæberg

Undirbúningur er hafinn vegna útboðs á þremur nýjum björgunarþyrlum fyrir Landhelgisgæsluna.

Þetta kom fram í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Morgunblaðsins og við sögðum frá nýlega.

„Við teljum raunhæft að stefna að því að þyrlurnar verði komnar í þjónustu Landhelgisgæslunnar á árunum 2021-2023. Það er samt ekki gott að segja nákvæmlega til um þetta enda fer það eftir því við hvern verður samið og hve fljótt hann getur afhent vélarnar,“ segir Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar (LHG) spurður um það hvenær nýjar þyrlur komist mögulega í gagnið.

Samkvæmt gildandi fjármálaáætlun er gert ráð fyrir kaupum á nýjum þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna á tímabilinu 2019-2021 og varið verður 14 milljörðum króna til kaupanna, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þyrlumál LHG í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert