Ákvæðið um þjóðaratkvæði fallið úr gildi

mbl.is/Hjörtur

Heim­ild sem sett var inn í stjórn­ar­skrá lýðveld­is­ins fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar 2013 til bráðabirgða, þar sem gert er ráð fyr­ir að hægt verði að breyta stjórn­ar­skránni í krafti þjóðar­at­kvæðagreiðslu, er fall­in úr gildi en heim­ild­in rann út á miðnætti.

Hefðbund­in leið til þess að breyta stjórn­ar­skránni er að rjúfa þurfi þing eft­ir að slík breyt­ing hef­ur verið samþykkt af meiri­hluta þing­manna og boða til kosn­inga. Meiri­hluti ný­kjör­ins þings þarf þá einnig að samþykkja breyt­ing­una svo hún taki gildi.

Samið var hins veg­ar um það fyr­ir kosn­ing­arn­ar 2013 að slíkt ákvæði yrði sett í stjórn­ar­skrána til þess að ekki þyrfti að bíða til þarnæstu þing­kosn­inga en alla jafna hef­ur stjórn­ar­skránni verið breytt sam­hliða reglu­bundn­um þing­kosn­ing­um.

Sam­komu­lagið kom til í kjöl­far þess að þáver­andi rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs tókst ekki að koma í gegn­um þingið frum­varpi að nýrri stjórn­ar­skrá byggðu á til­lög­um stjórn­lagaráðs.

Hins veg­ar hef­ur verið ljóst frá því á síðasta ári að ekki kæmi til slíkr­ar þjóðar­at­kvæðagreiðslu enda hefði til þess þurft að samþykkja á Alþingi frum­varp um breyt­ing­ar á stjórn­ar­skránni fyr­ir rúm­um sex mánuðum. Það var hins veg­ar ekki gert.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert