„Áhrifamenn“ vilja Sigmund í borgina

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

„Ég geri ráð fyrir að halda mig við landsmálin þótt mér þyki málefni borgarinnar líka mjög áhugaverð og gríðarlega mikilvæg,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, í samtali við Fréttablaðið.

Í Fréttablaðinu í dag er fullyrt að áhrifamenn innan Framsóknarflokksins hafi hvatt Sigmund til að leiða lista Framsóknar og flugvallarvina í sveitastjórnarkosningunum á næsta ári og staðfestir Sigmundur þetta í samtali við blaðið.

„Það er ekkert launungarmál að málefni sveitarfélaganna og skipulagsmál skipa stóran sess í mínum huga en þau eru líka nátengd landsmálunum og það er fjölmargt annað á sviði landsmálanna sem mér finnst mikil þörf á, og tækifæri til, að bæta,“ er haft eftir Sigmundi.

Sigmundur er í dag þingmaður Framsóknarflokksins. Hann situr í utanríkismálanefnd og var nýlega skipaður í Þingvallanefnd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert