Árekstur varð á Gullinbrú um hálfáttaleytið í kvöld. Flytja þurfti einn á slysadeild til frekari aðhlynningar eftir áreksturinn, en að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu eru meiðsl hans ekki talin alvarleg.
Slökkvilið þurfti þá einnig að hreinsa upp olíu á brúnni eftir áreksturinn.
Mikið hefur verið að gera hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sl. sólarhring við sjúkraflutninga, en það hefur sinnt 117 slíkum verkefnum frá því á miðnætti í gær.