Sveitarfélög verða af miklu fé

Óskráð gistiþjónusta veltir milljörðum króna á ári.
Óskráð gistiþjónusta veltir milljörðum króna á ári. mbl.is/Árni Sæberg

Mikilvægt er fyrir sveitarfélög að fylgjast með útbreiðslu heimagistingar, bæði til að verða ekki af tekjum og einnig til að standa með íbúunum. Þetta segir Hermann Valsson, ráðgjafi hjá Icelandalastminute ehf.

Segir hann að um ein milljón óskráðra gistinátta hafi verið í Reykjavík í fyrra og að þær hafi getað skilað 10-14 milljörðum króna í tekjur. „Þetta vekur spurningar um hvort þetta var gefið upp og hvort húsnæðið hafi verið rétt skráð,“ segir hann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Bendir hann á að þegar gistinætur í heimagistingu eru fleiri en 90 eða velta fer yfir tvær milljónir á ári þá sé um að ræða atvinnurekstur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert