ESA skoðar ríkisábyrgð Landsvirkjunar

ESA rannsakar nú ríkisábyrgð á afleiðusamningum Landsvirkjunar.
ESA rannsakar nú ríkisábyrgð á afleiðusamningum Landsvirkjunar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) ákvað í dag að hefja rann­sókn á því hvort rík­is­ábyrgð á af­leiðusamn­ing­um Lands­virkj­un­ar feli í sér rík­isaðstoð sem stang­ast á við EES-samn­ing­inn.„Könn­un ESA lýt­ur að því hvort Lands­virkj­un nýt­ur efna­hags­legs ávinn­ings af rík­is­ábyrgðinni eða hvort end­ur­gjaldið fyr­ir hana er á markaðskjör­um. Ákvörðunin í dag fel­ur ekki í sér niður­stöðu í mál­inu,“ er haft eft­ir Helgu Jóns­dótt­ur, stjórn­ar­manns ESA í til­kynn­ingu frá stofn­un­inni.

Þar er vísað til þess að Lands­virkj­un sé stærsti raf­orku­fram­leiðandi á Íslandi og fimmti stærsti fram­leiðandi end­ur­nýj­an­legr­ar raf­orku í Evr­ópu. Fé­lagið sé í sam­keppni við aðra raf­orku­fram­leiðend­ur í Evr­ópu þegar komi að stóriðju og til að verj­ast geng­is- og vaxta­áhættu í skulda­safni sínu hafi Lands­virkj­un gert ým­iss kon­ar af­leiðusamn­inga sem ís­lenska ríkið hef­ur gengið í ábyrgð fyr­ir. Seðlabanki Íslands fer með hlut­verk Rík­is­ábyrgðasjóðs og þar með um­sýslu rík­is­ábyrgða sam­kvæmt samn­ingi við fjár­málaráðuneytið.

Bent er á að árið 2009 hafi ESA kom­ist að þeirri niður­stöðu að að ótak­markaðar rík­is­ábyrgðir fælu í sér rík­isaðstoð, sem ekki sam­ræmd­ist EES-samn­ingn­um og var ís­lensk­um stjórn­völd­um falið að gera viðeig­andi ráðstaf­an­ir til að koma í veg fyr­ir að láns­samn­ing­ar Lands­virkj­un­ar og Orku­veitu Reykja­vík­ur stönguðust á við samn­ing­inn.

Höfuðstöðvar Eftirlitsstofnunar EFTA.
Höfuðstöðvar Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA.

Í kjöl­farið var lög­um breytt á Íslandi þannig að fyr­ir­tækj­un­um ber að greiða rík­is­ábyrgðar­gjald sem sam­svar­ar þeim ávinn­ingi sem þau njóta vegna rík­is­ábyrgðar­inn­ar. Má ábyrgðin ekki ná til meira en 80% af út­lán­um eða fjár­hags­skuld­bind­ing­um. Ábyrgðirn­ar, sem gefn­ar eru út til Lands­virkj­un­ar vegna af­leiðusamn­inga, falla ekki und­ir þenn­an ramma og virðast ekki upp­fylla þessi skil­yrði.

Að mati ESA geta ábyrgðirn­ar á af­leiðusamn­ing­um Lands­virkj­un­ar leitt til efna­hags­legs ávinn­ings fyr­ir fyr­ir­tækið og því virðast þær ekki vera í sam­ræmi við EES-regl­ur. Þegar ESA hef­ur fengið full­nægj­andi upp­lýs­ing­ar og lokið rann­sókn sinni get­ur niðurstaðan þó orðið sú að ekki sé um að ræða rík­isaðstoð eða að rík­isaðstoð sé í sam­ræmi við EES-samn­ing­inn að hluta eða öllu leyti.

ESA kall­ar nú eft­ir at­huga­semd­um og upp­lýs­ing­um frá ís­lensk­um yf­ir­völd­um. Jafn­framt kall­ar stofn­un­in eft­ir at­huga­semd­um frá þeim aðilum sem telja sig eiga hags­muna að gæta.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert