„Ég get ekki svarað þessu núna af eða á. Við erum að skoða þetta hjá ráðuneytinu hvort hægt sé að finna fjármagn til verkefnisins. Ég hef ekki komið auga á það fjármagn enn þá,“ segir Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, aðspurður hvort hann muni beita sér fyrir því að veita meira fé til Fjölmenntar svo unnt sé að bjóða upp á diplómanám fyrir fólk með þroskaskerðingu í Myndlistarskóla Reykjavíkur næsta skólaár.
Kristján Þór bendir á að ráðuneytið þurfi að starfa innan ramma fjárlaganna. „Það er ekki sjálfgefið að hægt sé að verða við fjárbeiðnum ef fjárlögin eru ekki það rúm að þau leyfi það,“ segir Kristján Þór.