Lífsnauðsynlegt lyf er ófáanlegt í apótekum hér á landi

Skipta þurfti um fylgiseðil í pakkningum Florinef og því hefur …
Skipta þurfti um fylgiseðil í pakkningum Florinef og því hefur það ekki fengist hér á landi í töluverðan tíma. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Lyf sem talið er sjúk­lingi lífs­nauðsyn­legt hef­ur ekki verið til í tals­verðan tíma hér á landi og er ekki vænt­an­legt í lyfja­búðir fyrr en í fyrsta lagi í lok þess­ar­ar viku.

„Ég hef tekið lyfið í ell­efu ár og aldrei áður lent í því að það sé ekki til,“ seg­ir ung­ur karl­maður sem er með Add­i­son-sjúk­dóm­inn og þarf nauðsyn­lega að taka lyfið Flor­i­n­ef á hverj­um degi.

Add­i­son-sjúk­dóm­ur­inn hef­ur þau áhrif að lík­am­inn fram­leiðir ekki streitu­horm­ón og kem­ur Flor­i­n­ef-lyfið í staðinn fyr­ir horm­ón sem stjórn­ar jafn­vægi á salt­bú­skap lík­am­ans, án þess verður ójafn­vægi á sölt­un­um í lík­am­an­um sem gæti t.d. valdið trufl­un á blóðþrýst­ingi. Að sögn manns­ins gæti hann reddað sér með því að borða ákveðið magn af salti á dag en það gangi ekki til lengd­ar. „Ég hef ekki lent í því áður að fá ekki lyfið svo ég veit ekki hvað ger­ist en ætli ég gæti ekki endað inni á spít­ala með eitt­hvað í æð,“ seg­ir hann.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir maður­inn að hann gæti hann bjargað sér með því að borða ákveðið magn af salti á hverj­um degi en það gengi ekki til lengd­ar. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um lyfja­dreif­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins er ástæðan fyr­ir því að Flor­i­n­ef fæst ekki sú að nauðsyn­legt reynd­ist að skipta um fylgiseðil í pakkn­ing­um lyfs­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert