Vill sjá myndarlega vaxtalækkun

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. mbl.is/RAX

Bene­dikt Jó­hann­es­son fjár­málaráðherra seg­ir að pen­inga­stefnu­nefnd ætti að taka á sig rögg núna í maí og lækka vext­ina mynd­ar­lega.“ Þetta kem­ur fram í nýj­um pistli ráðherr­ans á vefsíðu Viðreisn­ar, en þar fer hann yfir fyrstu 111 daga rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Bene­dikt seg­ir að lægri vext­ir hér á landi séu keppikefli, enda stuðli háir vext­ir að háu gengi krón­unn­ar, gengi sem út­flutn­ings­grein­arn­ar séu að kikna und­an. Vís­ar hann til þess að sam­keppni um starfs­fólk sé ekki bara inn­an­lands held­ur líka að utan og til að byggja upp t.d. tæknistörf þurfi gengið að ná jafn­vægi.

Jafn­vægi ætti að nást sam­kvæmt hag­fræðimód­el­um og þannig liggi pen­inga­stefnu­nefnd ekk­ert mikið á, seg­ir Bene­dikt. Hann spyr aft­ur á móti hvað slíkt jafn­vægi muni kosta og hver borgi brús­ann.

Rifjar Bene­dikt upp orð Más Guðmunds­son­ar seðlabanka­stjóra frá því fyrr á þessu ári um að til þess að fá inn­lenda aðila til að fjár­festa er­lend­is og þannig draga úr spennu á gengið, þyrfti að lækka vexti um­tals­vert. Eng­ar 0,25 eða 0,5 pró­sent lækk­an­ir dugi þar.

„Ekki ætla ég að spá fyr­ir um næstu vaxta­lækk­un, en það væri gott merki um að bank­an­um væri al­vara í því að stemma stigu við óbæri­legri styrk­ingu krón­unn­ar að lækka vexti um hálft pró­sent á næsta fundi pen­inga­stefnu­nefnd­ar­inn­ar. Bank­inn hef­ur spornað við styrk­ing­unni með því að kaupa næst­um millj­arð af gjald­eyri á dag, en vaxta­lækk­un­in væri miklu kröft­ugra tæki,“ seg­ir Bene­dikt í pistli sín­um.

Hann ít­rek­ar að hann geti ekki sagt Seðlabank­an­um fyr­ir verk­um, en að hann geti sagt sína skoðun. „Nefnd­in ætti að taka á sig rögg núna í maí og lækka vext­ina mynd­ar­lega. Hún get­ur alltaf hækkað þá aft­ur næst, ef henni finnst viðbrögð hag­kerf­is­ins of ofsa­feng­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert