Ríkið braut gegn blaðamönnum DV

Mannréttindadómstóll Evrópu
Mannréttindadómstóll Evrópu ECHR

Íslenska ríkið braut gegn ákvæði 10 gr. mannréttindasáttmála Evrópu í máli gegn þremur yfirmönnum á ritstjórn DV þegar þeir voru dæmdir fyrir meiðyrði í Hæstarétti. 

Dómur Hæstaréttar beinist gegn leiðarahöfundi DV, Inga Frey Vilhjálmssyni, og ritstjórum DV, Reyni Traustasyni og Jóni Trausta Reynissyni. 

Umfjöllunin sem dómur Hæstaréttar fjallaði um snéri að rannsókn lögreglunnar á meintum lögbrotum sem talið er að hafi átt sér stað hjá iðnfyrirtækinu Sigurplasti frá því árið 2007 og þar til félagið var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2010, segir í leiðara DV frá árinu 2012.

Skiptastjóri Sigurplasts og Arion banki, aðalkröfuhafi félagsins, kærðu stjórnendur Sigurplasts til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og skattrannsóknarstjóra vegna gruns um meint lögbrot, meðal annars skattalagabrot, veðsvik, skilasvik, umboðssvik og fjárdrátt.

Heimildir DV fyrir því að Sigurplastsmálið hefði verið kært til lögreglunnar byggðu meðal annars á skýrslu sem endurskoðendafyrirtækið Ernst & Young vann fyrir skiptastjóra Milestone og munnlegum staðfestingum heimildarmanna.

DV greindi frá því í umfjölluninni að stjórnarformaður Sigurplasts og einn af eigendum félagsins, Jón Snorri Snorrason, lektor í viðskiptafræði, sætti lögreglurannsókn vegna þessara meintu lögbrota. Í umfjöllun DV komu fram eftirfarandi staðhæfingar: „Lögreglan rannsakar lektor“; „Lektor í viðskiptafræði flæktur í lögreglurannsókn.“

 Dómur Hæstaréttar Íslands byggir á þeirri forsendu að þessar staðhæfingar hafi ekki verið réttar á þeim tímapunkti sem þær voru sagðar þar sem rannsókn á Sigurplastsmálinu hafi ekki verið hafin hjá lögreglu þegar DV birti fréttina heldur hafi kærurnar sem um ræðir verið „til skoðunar“ en ekki rannsóknar. Lögmaður Jóns Snorra lagði fram tölvupóst frá starfsmanni efnahagsbrotadeildarinnar þar sem fram kom að kærurnar hefðu borist og að þær væru „til skoðunar“ en að „ekki“ hafi „verið tekin formleg ákvörðun um lögreglurannsókn“.

Niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert