Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið tvo karlmenn sem eru grunaður um umfangsmikið fíkniefnasmygl. Mennirnir, sem eru erlendir og á fertugsaldri, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald á föstudag.
Þetta kemur fram á vef RÚV.
Þar segir að fíkniefnin hafi verið falin í bifreið sem annar mannanna kom með til landsins með ferjunni Norrænu. Þetta var á þriðjudagskvöld í síðustu viku. Hinn maðurinn var þegar kominn til landsins.
Þá segir, að mennirnir hafi hins vegar verið handteknir á fimmtudag og síðan úrskurðaðir í gæsluvarðhald á föstudag. Aðrir hafi ekki verið teknir höndum í tengslum við rannsókn málsins.
Þá segir að bifreiðin hafi farið um boð í ferjuna í Hirtshals á Jótlandi í Danmörku.