Leggja veg við nýja brú

Morsárbrúin var smíðuð í fyrra og nú verður lagður að …
Morsárbrúin var smíðuð í fyrra og nú verður lagður að henni vegur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Héraðsverk hf. á Egilsstöðum átti lægsta tilboðið í vegagerð að brú yfir Morsá á Skeiðarársandi, en þau voru opnuð nú í vikunni. Vegarkaflinn verður um 2,9 kílómetrar og er norðan við núverandi Skeiðarárbrú.

Miðað er við að vinnu við veg að brúnni nýju og verkinu öllu ljúki um miðjan september á þessu ári. Tilboð Héraðsverks var upp á 118,6 milljónir króna eða 78,4% af kostnaðaráætlun sem var 150,8 milljónir króna. Fjögur tilboð bárust Vegagerðinni, það hæsta upp á 195,2 milljónir króna eða 129,5% af áætluðum kostnaði. Talsverðir efnisflutningar fylgja þessari framkvæmd auk þess sem leggja þarf ný ræsi og endurnýja gömul, setja rofvörn á vegarkant og svo framvegis.

Nýja Morsábrúin, sem er 68 metra löng, kemur í stað Skeiðarárbrúarinnar sem er 880 löng og var tekin í notkun árið 1974 en með tilkomu hennar varð hringvegurinn svonefndi til.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka