Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir engar ákvarðanir hafa verið teknar varðandi framlög ríkisins til uppbyggingar borgarlínu.
Borgarlína er fyrirhugað kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Áformað er að taka fyrsta áfanga í notkun 2022 og er hann talinn kosta 30-40 milljarða.
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gera ráð fyrir framlagi ríkisins til þessa verkefnis. „Í ljósi þess hve kostnaðarsöm borgarlína yrði, þá tel ég eðlilegt að einnig yrði skoðað í hvaða endurbætur á stofnbrautum mætti ráðast fyrir sömu fjárhæð og stórbæta jafnframt umferðarflæði,“ segir Jón um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.