Ekkert fé eyrnamerkt borgarlínu

Ráðherra vill fremur aðrar úrbætur en borgarlínu.
Ráðherra vill fremur aðrar úrbætur en borgarlínu.

Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir engar ákvarðanir hafa verið teknar varðandi framlög ríkisins til uppbyggingar borgarlínu.

Borgarlína er fyrirhugað kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Áformað er að taka fyrsta áfanga í notkun 2022 og er hann talinn kosta 30-40 milljarða.

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gera ráð fyrir framlagi ríkisins til þessa verkefnis. „Í ljósi þess hve kostnaðarsöm borgarlína yrði, þá tel ég eðlilegt að einnig yrði skoðað í hvaða endurbætur á stofnbrautum mætti ráðast fyrir sömu fjárhæð og stórbæta jafnframt umferðarflæði,“ segir Jón um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert