Vill ekki þjónustumiðstöð við fossinn

Seljalandsfoss.
Seljalandsfoss. mbl.is/Árni Sæberg

Einn af landeigendum við Seljalandsfoss er andvígum áformum um að tvö þúsund fermetra þjónustumiðstöð verði reist við fossinn. Hann segir að hún muni skyggja á hann.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv.

Samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir að þjónustumiðstöðin verði byggð mitt á milli fossins Gljúfrabúa og Seljalandsfoss.

Miðstöðin gæti orðið allt að 2.000 fermetrar að stærð og sjö metra há.

Fjórar jarðir eiga Seljalandsfoss og leggst staðsetning miðstöðvarinnar illa í eigendur einnar jarðarinnar.

„Verði þessi þjónustumiðstöð sett þarna þá gerist það nákvæmlega þannig að þegar keyrður verður Þórsmerkurvegur eða Suðurlandsvegur þá skyggir þessi risavaxna bygging á fossinn og stór bílastæði mikið af bílum, rútur, umferð fram og til baka, þetta verður allt annað,“ segir Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir, einn af landeigendum Ytra-Seljalands, í samtali við Rúv.

Bílastæði við Seljalandsfoss.
Bílastæði við Seljalandsfoss.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka