56% á móti veggjöldum

Hvalfjarðargöngin opnuðu í júlí 1998 og það styttist í að …
Hvalfjarðargöngin opnuðu í júlí 1998 og það styttist í að búið verði að greiða þau upp. mbl.is/Árni Sæberg

Alls reyndust 56% þátttakenda í könnun MMR vera andvíg veggjöldum en 25% kváðust fylgjandi.

MMR kannaði afstöðu Íslendinga til hugmyndarinnar um innheimtu veggjalda til að standa straum af rekstri þjóðvega á Íslandi. Svo virðist sem fleiri karlar en konur séu andvígir veggjöldum, 60% karla en 50% kvenna. Íbúar á landsbyggðinni (63%) reyndust líklegri til að vera andvígir innheimtu veggjalda heldur en íbúar höfuðborgarsvæðisins (52%).

Könnunin var gerð dagana 11. til 26. apríl og var heildarfjöldi svarenda 926 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Könnun MMR í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert