Hræið fyrir allra augum

Ljósmynd/aðsend

Veg­far­andi sem átti leið um þjóðveg 1 rétt aust­an við Hellu í dag lenti á eft­ir drátt­ar­vél með vagn í eft­ir­dragi sem á var ansi óvenju­leg­ur farm­ur. Þar lá á vagn­in­um dauður hest­ur. Að sögn veg­far­and­ans hafði mynd­ast bíla­lest á eft­ir drátt­ar­vél­inni sem ók hægt áfram en það sem vakti mesta undr­an veg­far­enda var þó að ekki hafði verið breitt segl eða nokkuð yfir hræið, sem lá fyr­ir allra aug­um á vagn­in­um.

„Það þætti nú betra að fólk myndi breiða yfir svona,“ seg­ir Magnús Ragn­ars­son hjá lög­regl­unni á Hvols­velli, í sam­tali við mbl.is. Sjálf­ur kveðst hann ekki vita hvers eðlis var en þótti lík­legt að viðkom­andi hefði verið á leið með hræið á viður­kennd­an urðun­arstað sem er skammt frá. Magnúsi er ekki kunn­ugt um hvort ein­hver viður­lög séu við því að ferðast með farm­inn með þess­um hætti og vill ekki full­yrða um neitt slíkt. „En þetta er al­menn til­lits­semi því þetta er ekk­ert endi­lega fal­legt fyr­ir fólk að sjá,“ seg­ir Magnús.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka