Ótrúlegasta rusli hent í Heiðmörk

Pokunum hafði verið fleygt rétt við stíginn.
Pokunum hafði verið fleygt rétt við stíginn. mynd/Baldur Bragason

Allt of al­gengt er að fólk losi sig við ým­iss kon­ar úr­gang í miklu magni á víðavangi eða úti­vist­ar­svæðum eins og til dæm­is í Heiðmörk. Sig­urður Hafliðason, áhalda­hús­stjóri áhalda­húss Garðabæj­ar, kann­ast vel við þetta vanda­mál en hreins­un­ar­hóp­ar á veg­um bæj­ar­ins hafa meðal ann­ars hirt upp heilu eld­hús- og baðinn­rétt­ing­arn­ar við göngu­stíga í Heiðmörk á síðustu árum.

Sig­urður seg­ir sér­stak­lega mikið um það á vor­in að fólk losi sig við úr­gang og rusl með þess­um hætti, enda marg­ir þá í hinni hefðbundnu vor­hrein­gern­ingu. Hann tel­ur lík­legt að fólk fari þessa leið til að sleppa við að greiða gjald fyr­ir los­un úr­gangs hjá Sorpu. En dæmi eru líka um að fólk losi sig við vafa­sam­an úr­gang sem það vill lík­lega síður fara með í Sorpu, af aug­ljós­um ástæðum.

Mynd/​Bald­ur Braga­son

Veg­far­andi á göngu í Heiðmörk í morg­un gekk til að mynda fram á tugi svartra rusla­poka sem fleygt hafði verið við Heiðmerk­ur­veg rétt við Urriðavöll í landi Garðabæj­ar. Þegar hann kíkti í nokkra poka sá hann glitta í gróður­húsalampa, líkt og gjarn­an eru notaðir við kanna­bis­rækt­un.

Sig­urður hafði ekki fengið þenn­an ákveðna úr­gang í hús þegar blaðamaður hafði sam­band, en sé grun­ur um sak­næmt at­hæfi hafa starfs­menn áhalda­húss­ins sam­band við lög­reglu sem tek­ur úr­gang­inn til skoðunar.

Mynd/​Bald­ur Braga­son

Aðspurður seg­ir Sig­urður starfs­menn bæj­ar­ins aldrei hafa staðið sóða að verki við los­un úr­gangs, en það hafi þó komið fyr­ir að reikn­ing­ar stílaðir á eig­end­ur hafi fund­ist í rusl­inu, og þá hef­ur verið haft sam­band viðkom­andi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert