Útlendingastofnun býst við allt að 2.000 hælisleitendum

Meira mæðir á útlendingastofnun en á sama tíma í fyrra.
Meira mæðir á útlendingastofnun en á sama tíma í fyrra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Á fyrstu fjórum mánuðum ársins sóttu alls 285 manns um hæli hér á landi, en til samanburðar voru hælisumsóknir 179 talsins á sama tíma í fyrra.

Þessi mikli fjöldi umsókna á fyrstu vikum ársins þykir benda til þess að heildarfjöldi hælisumsókna fari verulega fram úr tölum síðasta árs, en þá komu hingað alls 1.132 hælisleitendur.

Kemur þetta fram í skriflegu svari Útlendingastofnunar til Morgunblaðsins, en þar segir einnig að stofnunin geri nú ráð fyrir að heildarfjöldi hælisumsókna á þessu ári verði jafnvel á bilinu 1.700 til 2.000 umsóknir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert