Útlendingastofnun býst við allt að 2.000 hælisleitendum

Meira mæðir á útlendingastofnun en á sama tíma í fyrra.
Meira mæðir á útlendingastofnun en á sama tíma í fyrra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Á fyrstu fjór­um mánuðum árs­ins sóttu alls 285 manns um hæli hér á landi, en til sam­an­b­urðar voru hæl­is­um­sókn­ir 179 tals­ins á sama tíma í fyrra.

Þessi mikli fjöldi um­sókna á fyrstu vik­um árs­ins þykir benda til þess að heild­ar­fjöldi hæl­is­um­sókna fari veru­lega fram úr töl­um síðasta árs, en þá komu hingað alls 1.132 hæl­is­leit­end­ur.

Kem­ur þetta fram í skrif­legu svari Útlend­inga­stofn­un­ar til Morg­un­blaðsins, en þar seg­ir einnig að stofn­un­in geri nú ráð fyr­ir að heild­ar­fjöldi hæl­is­um­sókna á þessu ári verði jafn­vel á bil­inu 1.700 til 2.000 um­sókn­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert