Lífslíkur með þeim hæstu í Evrópu

Lífs­lík­ur Íslend­inga eru með þeim hæstu í Evr­ópu og ung­barnadauði í Evr­ópu er lægst­ur á Íslandi. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í nýj­um töl­um Hag­stofu Íslands. Árið 2016 var meðalævi­lengd karla 80,7 ár og meðalævi­lengd kvenna 83,7 ár á Íslandi.

Meðalævi­lengd sýn­ir hve mörg ævi­ár ein­stak­ling­ur á að meðaltali ólifuð við fæðingu, ef miðað er við ald­urs­bundna dán­artíðni mann­fjöld­ans. Ald­urs­bund­in dán­artíðni hef­ur farið lækk­andi á und­an­förn­um ára­tug­um og má því vænta þess að fólk lifi að jafnaði leng­ur en reiknuð meðalævi­lengd seg­ir til um.

Frá ár­inu 1986 hafa karl­ar bætt við sig rúm­lega sex árum og kon­ur rúm­lega fjór­um árum í meðalævi­lengd.

Sé horft á meðaltal tíu ára, 2006-2015, var meðalævi karla á Íslandi 80,4 og í Sviss 80,2 ár og skipuðu þeir fyrsta og annað sætið meðal Evr­ópu­landa. Þeim var fylgt eft­ir af körl­um í Liechten­stein (79,9 ár), Svíþjóð (79,7) og Ítal­íu (79,6), á Spáni og í Nor­egi (79,2 ár). Styst er meðalævi­lengd evr­ópskra karla í Molda­víu (65,6), Úkraínu (64,3) og Rússlandi (62,5).

Á sama tíu ára tíma­bili, 2006-2015, var meðalævi kvenna á Spáni og í Frakklandi 85,3 ár og skipuðu þær fyrsta sætið í Evr­ópu. Þeim er fylgt eft­ir af kon­um í Sviss (84,9), Ítal­íu (84,7), Liechten­stein (84,1) og á Íslandi (83,8). Meðalævi­lengd kvenna er styst í Úkraínu (75), Rússlandi (74,6) og Molda­víu (73,6).


Árið 2016 lét­ust 2.309 ein­stak­ling­ar sem bú­sett­ir voru á Íslandi, 1.197 karl­ar og 1.112 kon­ur. Dán­artíðni var 6,9 látn­ir á hverja 1.000 íbúa og ung­barnadauði var 0,7 barn af hverj­um 1.000 lif­andi fædd­um árið 2016.

Á tíu ára tíma­bili, 2006-2015, var meðal­ung­barnadauði á Íslandi 1,8 af 1.000 lif­andi fædd­um. Hvergi í Evr­ópu var ung­barnadauði jafn­lág­ur og hér. Meðal­ung­barnadauði var 2 í San Mar­ino og Andorra, 2,4 í Finn­landi, 2,5 í Slóven­íu og Svíþjóð. Tíðast­ur var ung­barnadauði í Tyrklandi, 13,8 af hverj­um 1.000 lif­andi fædd­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert