Reginöflin á Reykjanesi hafa verið í ham að undanförnu og virkni á hverasvæðinu við Gunnuhver hefur að undanförnu verið með mesta móti.
Háir gufustrókar standa upp úr hverum og borholum á svæðinu og hefur krafturinn í þeim aukist talsvert síðustu mánuði, að sögn Eggerts Sólbergs Jónssonar, forstöðumanns jarðvangsins Reykjanes Geopark.
Hræringar þessar eru þó ekki taldar vera neinn váboði, segja jarðvísindamenn við Morgunblaðið og benda á að á hverasvæðum sé alvanalegt að kraftur aukist og þverri á víxl.