Hvar er reiknilíkanið?

Fjölbrautaskóli Suðurlands stendur nánast einn undir því að samanlögð eiginfjárstaða …
Fjölbrautaskóli Suðurlands stendur nánast einn undir því að samanlögð eiginfjárstaða framhaldsskólanna er jákvæð. Mikið ójafnræði er því milli einstakra skóla og hvetur Ríkisendurskoðun ráðuneytið til að bæta úr því. mbl.is/Sigurður Jónsson

Rík­is­end­ur­skoðun hef­ur ákveðið að ít­reka ekki þrjár ábend­ing­ar sem beint var til mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­is árið 2014 vegna rekstr­ar­stöðu og reiknilík­ans fram­halds­skóla. Stofn­un­in mun þó fylgj­ast með þróun mála og taka málið upp að nýju verði þess þörf. Ráðuneytið er hvatt til að ljúka vinnu við end­ur­skoðun reiknilík­ans­ins, nýta það til að jafna stöðu fram­halds­skóla og tryggja þeim fjár­mögn­un sam­kvæmt raun­hæf­um áætl­un­um og raun­veru­leg­um launa­kostnaði. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Rík­is­end­ur­skoðun.

Einn skóli skar­ar fram úr

„Í lok árs 2016 var heild­ar­rekstr­arstaða fram­halds­skól­anna já­kvæð auk þess sem gert er ráð fyr­ir 650 m.kr. ár­legri hækk­un á fram­lagi til fram­halds­skóla í fjár­mála­áætl­un 2017-21. Til sam­an­b­urðar hafði sam­an­lögð rekstr­araf­koma fram­halds­skóla verið nei­kvæð um 109 m.kr árið  2013 vegna sam­drátt­ar í fjár­veit­ing­um og var mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyti hvatt til að bregðast við þeim vanda. Þess ber reynd­ar að geta að blik­ur gætu verið á lofti fyr­ir fjár­hag fram­halds­skól­anna, þar sem áætlað er, sam­kvæmt ósamþykktri fjár­mála­áætl­un 2018-22, að lækka fram­lög um 630 m.kr. vegna stytt­ing­ar náms­tíma. Þá voru 11 af 27 fram­halds­skól­um rekn­ir með halla í lok árs 2016 en einn skóli hafði áber­andi já­kvæða rekstr­araf­komu og stóð nán­ast einn und­ir sam­an­lagðri já­kvæðri rekstr­araf­komu fram­halds­skóla. Mikið ójafn­ræði er því milli ein­stakra skóla og er ráðuneytið hvatt til að bæta úr því,“ seg­ir í til­kynn­ingu Rík­is­end­ur­skoðunar.

Fjöl­brauta­skóli Suður­lands var með já­kvæðan höfuðstól sem nam 73 m.kr. og 84 m.kr. rekstr­araf­gang í lok árs 2016. Þannig stend­ur hann nán­ast einn und­ir því að sam­an­lögð eig­in­fjárstaða fram­halds­skól­anna er já­kvæð. Mikið ójafn­ræði er því milli ein­stakra skóla og hvet­ur Rík­is­end­ur­skoðun ráðuneytið til að bæta úr því.

Stærsti hluti hall­ans er vegna vanáætlaðs launa­kostnaðar

Ráðuneytið stefn­ir að því að taka upp nýtt reiknilík­an við fjár­laga­vinnu fyr­ir árið 2018 og á sam­setn­ing lík­ans­ins að leiða til rétt­látr­ar skipt­ing­ar fjár­magns milli fram­halds­skóla. Þá hef­ur launastika lík­ans­ins verið hækkuð um 55,5% frá 2014-16, en nær samt ekki meðalárs­laun­um kenn­ara, eins og kveðið er á um í reglu­gerð nr. 335/​1999 um reiknilík­an. Rík­is­end­ur­skoðun bend­ir á að stærst­an hluta rekst­ar­halla fram­halds­skóla megi rekja til vanáætlaðs launa­kostnaðar.

Hér er hægt að lesa skýrsl­una í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert