Selja hlutabréf í VÍS

Fyrrverandi stjórnarformaður VÍS sagði sig úr stjórn í lok mars.
Fyrrverandi stjórnarformaður VÍS sagði sig úr stjórn í lok mars. mbl.is/Styrmir Kári

Þrír stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hafa ákveðið að minnka veru­lega stöðu sína í trygg­inga­fé­lag­inu VÍS í kjöl­far þess að Her­dís D. Fjeld­sted, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður fé­lags­ins, sagði sig úr stjórn þess.

Áreiðan­leg­ar heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma að stjórn Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna, sem er stærsti eig­andi fé­lags­ins, hafi ákveðið að selja um­tals­verðan hlut í fé­lag­inu.

Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins hef­ur nú þegar selt hlut fyr­ir um 150 millj­ón­ir króna og þá hef­ur Gildi líf­eyr­is­sjóður losað um 4,4% í fé­lag­inu á síðustu vik­um, en sjóður­inn átti ríf­lega 7% í fé­lag­inu áður en upp úr sauð. Nán­ar er fjallað um mál þetta í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert