Láta hart mæta hörðu

Núverandi stjórnarformaður VÍS vildi að stjórn kæmi meira að fjárfestingum …
Núverandi stjórnarformaður VÍS vildi að stjórn kæmi meira að fjárfestingum félagsins að sögn fyrrverandi stjórnarformanns mbl.is/Kristinn Magnússon

Her­dís D. Fjeld­sted, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður VÍS, seg­ir í sam­tali í Morg­un­blaðinu í dag, að ein megin­á­stæða þess að hún hafi sagt sig úr stjórn fé­lags­ins hafi verið það sjón­ar­mið Svan­hild­ar Nönnu Vig­fús­dótt­ur, nú­ver­andi stjórn­ar­for­manns fé­lags­ins, að stjórn ætti í rík­ari mæli að koma að fjár­fest­ing­ar­ákvörðunum á vett­vangi þess.

„Þær hug­mynd­ir fólu sömu­leiðis í sér að for­stjóri fé­lags­ins myndi ein­vörðungu koma að vá­trygg­inga­starf­semi þess,“ seg­ir Her­dís.

Svan­hild­ur Nanna seg­ir full­yrðing­ar Her­dís­ar úr lausu lofti gripn­ar. Hún viður­kenn­ir hins veg­ar að ágrein­ing­ur hafi verið uppi um hæfi henn­ar til að fjalla um eign­ar­hlut VÍS í Kviku banka en fé­lag sem er í henn­ar eigu á 2,4% hlut í VÍS og 8% hlut í Kviku. Hún full­yrðir hins veg­ar í Morg­un­blaðinu í dag, að ágrein­ing­ur um þau mál hafi verið leyst­ur far­sæl­lega.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert