Miðillinn sagði þeim að kaupa miða

Þetta var sannspár miðill sem ungi maðurinn leitaði til.
Þetta var sannspár miðill sem ungi maðurinn leitaði til. mbl.is/Golli

Ung­ur fjöl­skyldufaðir á Norður­landi fór að ráðlegg­ing­um miðils og keypti happ­drætt­ismiða hjá Há­skól­an­um í lok síðasta árs. Í vik­unni kom 50 millj­óna króna vinn­ing­ur á miðann. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá HHÍ.

„Ung fjöl­skylda á Norður­landi varð 50 millj­ón­um króna rík­ari eft­ir út­drátt­inn hjá Happ­drætti Há­skóla Íslands fyrr í vik­unni​. Fjöl­skyldufaðir­inn sem fékk sím­talið gleðilega frá happ­drætt­inu á miðviku­dags­kvöldið kiknaði í hnján­um við frétt­irn­ar og þurfti að fá sér sæti á gólf­inu til að meðtaka þær.

Að sjálf­sögðu varð hann gríðarlega kát­ur en gat um leið deilt því að hon­um hefði verið ráðlagt af miðli að kaupa sér happ­drætt­ismiða hjá Há­skól­an­um í lok síðasta árs. Sagði miðill­inn að hann yrði hepp­inn í pen­inga­mál­um á ár­inu 2017 og sú varð al­deil­is raun­in. Hafði fjöl­skyld­an heppna raun­ar spilað í happ­drætt­inu um ára­bil en ekki með vinn­ings­núm­er­inu,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá HHÍ.

Eft­ir þess­ar ráðlegg­ing­ar setti fjöl­skyldufaðir­inn sig í sam­band við Fjöl­um­boðið á Ak­ur­eyri og keypti vinn­ings­miðann og ann­an miða til.

Unga fjöl­skyld­an ætl­ar að nota millj­ón­irn­ar fimm­tíu til þess að greiða niður skuld­ir og eiga sjóð til framtíðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert