Rætt um viðgerð eða niðurrif Kársnesskóla

Kársnesskóli er kominn til ára sinna og illa farinn. Þar …
Kársnesskóli er kominn til ára sinna og illa farinn. Þar er bæði mygla og leki. Nú eru bæjaryfirvöld í Kópavogi að meta hvað á að gera til að búa nemendum og kennurum viðunandi aðstöðu. Jafnvel gæti þurft að rífa húsið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bæj­ar­stjórn Kópa­vogs ákveður fljót­lega hvort ráðist verður í end­ur­bygg­ingu Kárs­nesskóla við Skóla­gerði 8 eða hvort húsið verður rifið og nýtt byggt í staðinn, að sögn Bjarg­ar Bald­urs­dótt­ur, skóla­stjóra Kárs­nesskóla.

Skóla­húsið var rýmt í fe­brú­ar vegna myglu, leka og skemmda. Nem­end­ur á ung­linga­stigi hafa síðan þá fengið kennslu í Fann­borg 2 þar sem bæj­ar­skrif­stof­urn­ar voru áður til húsa. Bæj­ar­ráð Kópa­vogs samþykkti ný­lega að Fann­borg 2 yrði nýtt til kennslu ung­linga­stigs til næstu ára­móta. Einnig hef­ur bæj­ar­ráðið samþykkt að leitað verði samn­inga við Eðal­bygg­ing­ar ehf. um bygg­ingu tíu lausra kennslu­stofa við Kárs­nesskóla.

„Við feng­um verk­fræðistof­una EFLU til að taka út hús­næðið í Skóla­gerði. Þá kom í ljós að það var mjög illa farið. Húsið er orðið gam­alt og var tekið í notk­un í kring­um 1965,“ sagði Björg. Auk skemmda og myglu upp­fyll­ir húsið ekki nú­tíma­kröf­ur varðandi aðgengi fatlaðra, eld­varn­ir, loftræst­ingu, hljóðvist o.fl.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert