Rætt um viðgerð eða niðurrif Kársnesskóla

Kársnesskóli er kominn til ára sinna og illa farinn. Þar …
Kársnesskóli er kominn til ára sinna og illa farinn. Þar er bæði mygla og leki. Nú eru bæjaryfirvöld í Kópavogi að meta hvað á að gera til að búa nemendum og kennurum viðunandi aðstöðu. Jafnvel gæti þurft að rífa húsið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bæjarstjórn Kópavogs ákveður fljótlega hvort ráðist verður í endurbyggingu Kársnesskóla við Skólagerði 8 eða hvort húsið verður rifið og nýtt byggt í staðinn, að sögn Bjargar Baldursdóttur, skólastjóra Kársnesskóla.

Skólahúsið var rýmt í febrúar vegna myglu, leka og skemmda. Nemendur á unglingastigi hafa síðan þá fengið kennslu í Fannborg 2 þar sem bæjarskrifstofurnar voru áður til húsa. Bæjarráð Kópavogs samþykkti nýlega að Fannborg 2 yrði nýtt til kennslu unglingastigs til næstu áramóta. Einnig hefur bæjarráðið samþykkt að leitað verði samninga við Eðalbyggingar ehf. um byggingu tíu lausra kennslustofa við Kársnesskóla.

„Við fengum verkfræðistofuna EFLU til að taka út húsnæðið í Skólagerði. Þá kom í ljós að það var mjög illa farið. Húsið er orðið gamalt og var tekið í notkun í kringum 1965,“ sagði Björg. Auk skemmda og myglu uppfyllir húsið ekki nútímakröfur varðandi aðgengi fatlaðra, eldvarnir, loftræstingu, hljóðvist o.fl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka