Ölvaður, réttindalaus og ók gegn einstefnu

Maðurinn var stöðvaður á Selfossi.
Maðurinn var stöðvaður á Selfossi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ökumanni sem lögreglan á Selfossi stöðvaði um hálftvöleytið tókst að brjóta nokkrar greinar umferðarlaga á skömmum tíma. 

Lögreglumenn ráku augun í bifreið sem var ekið gegn einstefnu í íbúðargötu á Selfossi nú á öðrum tímanum. Þegar ástand ökumanns var rannsakað kom í ljós að hann var bæði próflaus og undir áhrifum áfengis undir stýri.

Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði för fjögurra ökumanna á Hellisheiði á rúmum klukkutíma í morgun vegna hraðaksturs. Sá sem hraðast ók var á 132 km hraða. Tveir mældust á 121 km hraða og sá fjórði var á 114 km hraða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka