Efast um lögmæti innviðagjalds

Hér er horft yfir hluta Blikastaðalandsins frá gatnamótunum vestur af …
Hér er horft yfir hluta Blikastaðalandsins frá gatnamótunum vestur af Úlfarsfelli. mbl.is/Baldur Arnarson

Sam­tök iðnaðar­ins hafa efa­semd­ir um lög­mæti innviðagjalda. Slík gjöld eigi sér lík­lega ekki laga­stoð. Þetta seg­ir Árni Jó­hanns­son, sviðsstjóri mann­virkja­sviðs hjá Sam­tök­um iðnaðar­ins. „Við höf­um efa­semd­ir um að slík gjald­taka sé heim­iluð í lög­um,“ seg­ir Árni.

Innviðagjöld bæt­ast við lóðar­verð. Þau eiga að mæta kostnaði við upp­bygg­ingu innviða, til dæm­is skóla. Árni seg­ir dæmi um að innviðagjöld séu 15-25 þúsund krón­ur á fer­metra. Það sam­svar­ar 1,5-2,5 millj­ón­um á 100 fer­metra íbúð.

Fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag að Mos­fells­bær hyggst láta innviðagjöld koma á móti hluta kostnaðar við upp­bygg­ingu borg­ar­lín­unn­ar í Blikastaðalandi. Þar er áformuð 6.000 manna byggð. Innviðir borg­ar­lín­unn­ar bæt­ast við íþrótta­mann­virki og skóla. Árni seg­ir að þessi gjald­taka muni fara „lóðbeint út í íbúðaverð“.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert