Efast um lögmæti innviðagjalds

Hér er horft yfir hluta Blikastaðalandsins frá gatnamótunum vestur af …
Hér er horft yfir hluta Blikastaðalandsins frá gatnamótunum vestur af Úlfarsfelli. mbl.is/Baldur Arnarson

Samtök iðnaðarins hafa efasemdir um lögmæti innviðagjalda. Slík gjöld eigi sér líklega ekki lagastoð. Þetta segir Árni Jóhannsson, sviðsstjóri mannvirkjasviðs hjá Samtökum iðnaðarins. „Við höfum efasemdir um að slík gjaldtaka sé heimiluð í lögum,“ segir Árni.

Innviðagjöld bætast við lóðarverð. Þau eiga að mæta kostnaði við uppbyggingu innviða, til dæmis skóla. Árni segir dæmi um að innviðagjöld séu 15-25 þúsund krónur á fermetra. Það samsvarar 1,5-2,5 milljónum á 100 fermetra íbúð.

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að Mosfellsbær hyggst láta innviðagjöld koma á móti hluta kostnaðar við uppbyggingu borgarlínunnar í Blikastaðalandi. Þar er áformuð 6.000 manna byggð. Innviðir borgarlínunnar bætast við íþróttamannvirki og skóla. Árni segir að þessi gjaldtaka muni fara „lóðbeint út í íbúðaverð“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka